29.02.1988
Sameinað þing: 53. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5087 í B-deild Alþingistíðinda. (3437)

108. mál, opinber ferðamálastefna

Frsm. atvmn. (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. frá atvmn. á þskj. 589 um till. til þál. um mótun opinberrar ferðamálastefnu.

Nefndin hefur haft till. til meðferðar og sent hana fjórum aðilum til umsagnar: Ferðamálaráði, Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda, Ferðaþjónustu bænda og samgrn.

Jákvæð svör bárust frá Ferðamálaráði, Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda og Ferðaþjónustu bænda. Í svari Ferðamálaráðs kemur fram að ráðið telur eðlilegt að því verði falið að gera drög að ferðamálastefnu.

Nefndin mælir með því að till. verði samþykkt. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Ólafur Þ. Þórðarson og Geir Gunnarsson.

Undir nál. rita Valgerður Sverrisdóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Guðmundur H. Garðarsson og Eggert Haukdal.