29.02.1988
Sameinað þing: 53. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5096 í B-deild Alþingistíðinda. (3449)

107. mál, lýsing á Suðurlandsvegi um Hellisheiði

Páll Pétursson:

Herra forseti. Athugasemd mín er í framhaldi af þeim orðum sem ég mælti hér áðan um kostnaðinn. Ég hafði ekki handbært það plagg sem við átti þegar ég var í ræðustólnum áðan, en í umsögn Vegagerðar ríkisins um þessa tillögu sem lá fyrir atvmn. segir svo, með leyfi forseta:

„Vegagerð ríkisins hefur látið athuga kostnað við að setja upp lýsingu á vegi þessum og fylgja niðurstöður þeirrar athugunar hér með. Þar sést að heildarstofnkostnaður við lýsingu alls vegarins eru 124–135 millj. kr., háð útfærslu, og rekstrarkostnaður 45 millj. kr. á ári. Fyrir sjálfa heiðina eru samsvarandi tölur 61–67,5 millj. kr. í stofnkostnað og 2,1–2,6 á ári í rekstur. Hér er um alldýra framkvæmd að ræða ef tekið er mið af fjármagni sem er til ráðstöfunar í vegáætlun.“

Fleira var það ekki, herra forseti.