01.03.1988
Efri deild: 62. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5195 í B-deild Alþingistíðinda. (3495)

317. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Fyrr í þessari umræðu í dag óskaði ég eftir því að hæstv. félmrh. svaraði nokkrum atriðum varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og Byggingarsjóð ríkisins og Byggingarsjóð verkamanna. Ég hef tekið eftir því að fundi er lokið í Nd. og ég bað hæstv. forseta um að sjá til þess að hæstv. félmrh. kæmi hingað á fundinn. Ég spyr hæstv. forseta hvort það sé ekki tryggt að hæstv. félmrh. geti verið hérna með okkur við lok þessarar umræðu ef henni á að ljúka á þessum sólarhring. Auðvitað er hugsanlegt að halda áfram umræðum á morgun ef menn svo kjósa.