02.03.1988
Efri deild: 65. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5320 í B-deild Alþingistíðinda. (3548)

317. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988

Frsm. minni hl. fjh.- og viðskn. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða um þá atkvæðagreiðslu sem hér fór fram áðan heldur minna á að forsenda þessa frv. eru kjarasamningar sem voru gerðir fyrir nokkrum dögum. Þeir eru nú að falla í hverju verkalýðsfélaginu á fætur öðru. Hvað er þá orðið um launastefnuna sem menn þykjast vera að verja með þessu frv. og brambolti öllu?