02.03.1988
Neðri deild: 63. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5355 í B-deild Alþingistíðinda. (3566)

293. mál, áfengislög

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég er mjög ánægður með þennan úrskurð forseta og þær umræður sem hafa farið fram hér. Það sýnir þá þungu áherslu sem bjórmenn leggja á að þetta frv. komist fram. Mér sýnist frekar að það sé lögð enn þá meiri áhersla á það en nokkurn tíma það frv. sem er verið að fjalla um í Ed. Ég er mjög ánægður yfir þessari niðurstöðu. Ég bið forseta að setja mig á mælendaskrá.