03.03.1988
Neðri deild: 65. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5462 í B-deild Alþingistíðinda. (3652)

317. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég get ekki orða bundist. Það er búið að tilkynna að það eigi að ljúka umræðunni í kvöld og nótt og nú á að gera hlé fram til klukkan hálfníu. Við vorum á fundi fram yfir lágnættið síðustu nótt. Ég er alveg hættur að botna í stjórninni á þinghaldinu og fyrir mitt leyti dettur mér ekki í hug að fara þarna inn eftir undir þessum kringumstæðum og það eru fleiri.