03.03.1988
Neðri deild: 65. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5463 í B-deild Alþingistíðinda. (3653)

317. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988

Forseti (Jón Kristjánsson):

Ég þarf í rauninni ekki að bæta neitt við það sem ég sagði í upphafi fundar. Við eigum boð inni í Hafrannsóknastofnun sem var búið að fresta um viku. Ég vona að menn sjái sér fært að þiggja það boð vegna þess að það er boðið af góðum hug. Ég mun nú fresta fundi til klukkan hálfníu eins og ég sagði í upphafi fundar. Það er ætlunin að ljúka 1. umr. í kvöld. Það tilkynnti ég líka í upphafi fundar og ég bið þingheim að hafa það í minni: Ég held að það eigi að takast og vona að það taki ekki svo langan tíma að við þurfum að vera hér á næturfundi. En fundur hefst aftur klukkan hálfníu.