04.03.1988
Neðri deild: 67. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5541 í B-deild Alþingistíðinda. (3689)

317. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988

Félagsmáðaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Ég hef bókað í ríkisstjórninni andstöðu við þrjá þætti þessara efnahagsaðgerða um ráðstafanir í ríkisfjármálum og lánsfjármálum 1988: Það er í fyrsta lagi skerðing á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, það er í öðru lagi skerðing á framlögum til byggingarsjóðanna, það er í þriðja lagi að frestað verði áformum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Ég hef með hjásetu minni við atkvæðagreiðslur um þessar greinar undirstrikað þá andstöðu mína. Ég styð efnahagsaðgerðirnar að öðru leyti og segi já.