04.03.1988
Neðri deild: 67. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5542 í B-deild Alþingistíðinda. (3690)

317. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Samkvæmt stjórnarskránni á hver þm. að fara eftir sinni sannfæringu, hann er ekki bundinn af öðru. Hæstv. félmrh. hefur sýnt þann kjark fram yfir aðra í stjórnarliðinu að fara eftir sinni sannfæringu. Þessar efnahagsráðstafanir, sem er verið að gera, eru þannig að það er óvíst að marsmánuður muni líða án þess að það þurfi að taka aftur upp fjárlög. Þannig er ráðleysið, úrræðaleysið og ósamkomulagið í þessari ríkisstjórn. Ég greiði ekki atkvæði.