14.03.1988
Sameinað þing: 60. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5718 í B-deild Alþingistíðinda. (3842)

Varamenn taka þingsæti

Frsm. kjörbréfanefndar (Kolbrún Jónsdóttir):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf Elínar Jóhannsdóttur, 2. varamanns Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, en vegna fjarveru Jóhanns Einvarðssonar, hv. 8. þm. Reykn., er óskað eftir að Elín Jóhannsdóttir taki sæti hans á Alþingi.

Enn fremur hefur nefndin haft til athugunar kjörbréf Guðrúnar Halldórsdóttur, 1. varamanns Samtaka um kvennalista í Reykjavík, en vegna fjarveru Kristínar Einarsdóttur, hv. 12. þm. Reykv., er óskað eftir að Guðrún Halldórsdóttir taki sæti hennar á Alþingi.

Kjörbréfanefnd leggur til að þessi kjörbréf verði samþykkt.