17.03.1988
Sameinað þing: 61. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5852 í B-deild Alþingistíðinda. (3959)

327. mál, grásleppuveiðar

Fyrirspyrjandi (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég leyfi mér að bera fram fsp. til hæstv. sjútvrh. á þskj. 646, um grásleppuveiðar. Grásleppuveiðar hafa verið drjúgur þáttur í atvinnulífi víðs vegar um land og þess vegna leyfi ég mér að bera fram eftirfarandi fsp. í tveimur liðum:

„1. Hvernig verður grásleppuveiðum hagað vorið 1988?

2. Hvert er útlit með sölu grásleppuhrogna á þessu ári?"