17.03.1988
Sameinað þing: 61. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5855 í B-deild Alþingistíðinda. (3964)

352. mál, stofngerðarannsóknir á þorski

Fyrirspyrjandi (Jóhann A. Jónsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. sjútvrh. fyrir það svar sem hann hefur gefið og vil jafnframt hvetja ráðherrann til að láta nú þegar fara fram rannsóknir sem gætu innan ákveðins tíma gefið okkur ákveðnar vísbendingar um hvað hér er á ferðinni vegna þess að þeir staðir úti um land sem byggja á sjávarútvegi eiga margt undir því komið. Ef það kæmi í ljós að þeir byggðu afkomu sína í dag á staðbundnum fiskistofnum eiga þeir margt undir því komið að þeir verði rétt nýttir. Það er ekki sama hvaða veiðarfæri verður notað til að grisja stofninn rétt ef þetta kæmi í ljós.

Ég ítreka aftur að ég hvet ráðherra til að hraða mjög þessari skoðun og fela Hafrannsóknastofnuninni nú þegar að gera það sem hægt er til að flýta því.