17.03.1988
Sameinað þing: 61. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5878 í B-deild Alþingistíðinda. (4002)

357. mál, innflutningur á gleráli

Fyrirspyrjandi (Ólafur Gränz):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir góð og skýr svör og ég tek undir með honum að auðvitað er aldrei of varlega farið gagnvart smithættu og það er mesti vágesturinn í öllu fiskeldi hvaða nafni sem það nefnist. Eins er mér fullkunnugt um að aðstæður í Vestmannaeyjum eru sérlega góðar fyrir fiskeldi. Það hefur sýnt sig að laxinn hefur vaxið þar u.þ.b. helmingi hraðar en víðast annars staðar. Ég vona að þetta mál verði áfram á döfinni og fái farsælan endi því hér er um mikilvægt mál að ræða.