22.03.1988
Neðri deild: 72. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6004 í B-deild Alþingistíðinda. (4078)

60. mál, iðnaðarlög

Frsm. meiri hl. iðnn. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Það frv. sem hér um ræðir er á þá lund að iðnrh. sé heimilt að veita undanþágu frá sérstökum skilyrðum um meirihlutaeign Íslendinga í iðnfyrirtækjum. Það skilyrði er svo orðað:

„lðnrh. er jafnframt heimilt að veita undanþágu frá skilyrðum 3. tölul., enda standi sérstaklega á.“ Þetta frv. hefur verið afgreitt frá Ed. eins og það var fram lagt af hálfu ráðherra. Iðnn. Nd. hefur athugað frv. Hún fékk á sinn fund Halldór Kristjánsson frá iðnrn. til upplýsingagjafar. Nefndin klofnaði í afstöðu til frv. Meiri hl. leggur til að frv. verði samþykkt. Páll Pétursson og Guðrún J. Halldórsdóttir skila sérálitum.

Undir nál. meiri hl. skrifa, auk þess sem hér stendur, Geir H. Haarde, Sverrir Hermannsson og Albert Guðmundsson.