23.03.1988
Neðri deild: 73. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6073 í B-deild Alþingistíðinda. (4127)

Frumvarp til áfengislaga

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Það virðist vera kominn nokkur titringur í „bjórmenn“ hér í þinginu. Það var ekki tilkynnt um að neinn bæði um fjarvist í upphafi fundar ef ég hef tekið rétt eftir og miðað við ummæli forseta áðan er fróðlegt að vita hvort einhverjir hafa beðið um að vera ekki á þessum fundi eins og þingmenn eiga að gera eða hvort hæstv. forseti hefur gleymt að tilkynna það.