23.03.1988
Neðri deild: 73. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6074 í B-deild Alþingistíðinda. (4130)

Frumvarp til áfengislaga

Forseti (Jón Kristjánsson):

Hv. 2. þm. Vestf. hefur lög að mæla. Ég hygg að það væri affarasælast að gera örstutt hlé á þessum fundi og ræða þetta mál og kanna til þrautar hvort ekki er hægt að koma þessari atkvæðagreiðslu við áður en fundi lýkur í deildinni. Ég vildi þá, þegar næsti þingmaður sem hefur kvatt sér hljóðs um þingsköp hefur talað, gera örstutt hlé á fundinum og fá þá þingflokksformenn til viðræðu um það hvort við getum þá ekki komið þessari atkvæðagreiðslu við áður en fundinum lýkur og samið á þann hátt sem stungið hefur verið upp á.