23.03.1988
Neðri deild: 73. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6075 í B-deild Alþingistíðinda. (4132)

Frumvarp til áfengislaga

Forseti (Jón Kristjánsson):

Ég vil leiðrétta það sem hv. 5. þm. Reykv. segir. Honum hefur ekki verið neitað um að athuga hans ástæður. Ég sagði aðeins að ég mundi leita leiða til að hafa atkvæðagreiðslu um þetta mál á þessum degi, en ég hef ekki neitað hv. þm. um að athuga þær ástæður, eins og fram hefur komið, sem voru fyrir beiðni hans. Ég mun nú gefa fundarhlé til að leita samkomulags í þessu máli þannig að allir geti verið við þessar atkvæðagreiðslur sem þess óska. Það hefur ávallt verið gert hér og allir þingmenn eru jafnréttháir í því efni. Ég leiðrétti að það hefur aldrei verið ætlunin að gera þingmönnum mishátt undir höfði. Hins vegar hef ég haldið við þá ákvörðun að atkvæðagreiðsla fari hér fram samkvæmt dagskrá á þessum degi. En ég hélt satt að segja og stóð í þeirri meiningu að samráð hefði verið við þingflokka um málið (AG: Stefán Valgeirsson var ekki boðaður á fundinn.) og þess vegna hef ég ákveðið þetta nú.