03.11.1987
Sameinað þing: 11. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (415)

58. mál, Kópavogshælið

Hreggviður Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. heilbrrh. fyrir svar hans í þessu máli. Þessi mál hafa verið til umræðu í fjölda ára og við sem höfum unnið að málefnum vangefinna gerum okkur grein fyrir því og teljum reyndar að ekki sé raunhæft að leggja Kópavogshælið niður. Menn mega ekki láta stefnur sem berast hingað frá útlöndum yfirgnæfa það sem er í reynd er hægt. Það er ekki hægt að útskrifa alla vistmenn, það er ekki hægt að leggja slíkar stofnanir niður. Ég hef farið víða erlendis og skoðað stofnanir af þessu tagi og hef séð að miðað við stærð þessara stofnana telst Kópavogshælið. 600 stofnana erlendis telst Kópavogshælið ekki mjög stórt.

Ég vil því endilega ítreka hér að fjárveitingar til sólarhringsstofnana verði auknar því að þær hafa verið í fjársvelti undanfarin ár. Ég nefni Kópavogshælið, Skálatúnsheimilið, Sólheima í Grímsnesi, sem eru allt stórar stofnanir á okkar mælikvarða og þurfa á auknu fjármagni að halda.

Ég vil að lokum þakka fyrirspyrjanda fyrir að taka þetta mál hér upp.