13.04.1988
Neðri deild: 75. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6358 í B-deild Alþingistíðinda. (4364)

293. mál, áfengislög

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Það er aðeins í sambandi við þennan tillöguflutning. Ég tel, eins og kom fram hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni þegar hann ræddi þetta mál, að með því að samþykkja þá till. sem hann flytur séu menn um leið í raun og veru að samþykkja frv. í heild sinni, þ.e. að samþykkja yfir sig bjórinn. Ég tel að allar þessar till. séu þess eðlis að það sé meiri hætta á því að það verði gert. Að mínu viti a.m.k. er það tímaskekkja að koma með þessar till. fram. Ég veit að það er gert af góðum hug, en það er tímaskekkja vegna þess að það hefur áhrif í þessa átt. Það var allt annað að flytja um þetta frv. þegar menn standa frammi fyrir því að bjór er orðinn að lögum.

Það er aðeins þetta sem ég vildi segja í þessu sambandi. Ég mun greiða atkvæði gegn öllum þessum till.