14.04.1988
Sameinað þing: 68. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6396 í B-deild Alþingistíðinda. (4392)

314. mál, framkvæmdir við Reykjanesbraut

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Það er ákaflega erfitt að fá ekki að taka þátt í umræðum sem eiga sér stað um stór mál á þingi vegna nýrra þingskapalaga.

Ég stytti þá mál mitt mjög. Ég fagna því að hv. flm. þessarar fsp. skuli taka á svo sterkan hátt undir tillögur borgaraflokksþingmanna, bornar fram af varaþingmanni flokksins sem nýlega er farinn af þingi.

Ég sem sagt fagna því þó svo að ég hefði talið það mannlegra, og karlmannlegra sérstaklega, að hv. þm. hefði tekið á þennan hátt jafnsterkt undir þegar málið var flutt sem frv. af viðkomandi hv. varaþingmanni Borgarafl.