14.04.1988
Sameinað þing: 68. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6412 í B-deild Alþingistíðinda. (4418)

383. mál, greiðsla fæðingarorlofs

Fyrirspyrjandi (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég geri mig ekki ánægða með að jafnaugljóst mál eins og þetta hafi verið rætt við hæstv. fjmrh. og sé í skoðun. Það sem hefði verið hægt að sætta sig við var að það væri ótvírætt ljóst að þessu yrði kippt í lag um þessi tilfelli sem bar út af með frá áramótum og til þess tíma er hin nýja reglugerð var sett. Það má vel vera rétt að það sé hæstv. fjmrh., en ég hefði haldið að hæstv. heilbrmrh. gæti líka sett reglugerð af því að þetta er um greiðslur sem inntar eru af hendi af Tryggingastofnun. Ég fer eindregið fram á að það verði gengið úr skugga um þetta og ég reyndar fór fram á það úr þessum ræðustóli áður en þinghlé var veitt fyrir páska að hæstv. ráðherra sæi til þess að þetta yrði leiðrétt og mér eru það vonbrigði að því er ekki afdráttarlaust lýst að þetta sé leiðrétt því þarna tel ég að hafi verið brotinn réttur á borgurunum.