18.04.1988
Neðri deild: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6495 í B-deild Alþingistíðinda. (4480)

293. mál, áfengislög

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að okkur beri að stefna að meiri valddreifingu og samábyrgð í þjóðfélaginu. Ein leiðin til þess er að auka möguleika fólks til að hafa áhrif á gang mála með atkvæðagreiðslu um einstök mál og um það höfum við kvennalistakonur flutt tillögur hér í þinginu. Ég hlýt því að styðja þessa tillögu og segi já.