18.04.1988
Neðri deild: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6495 í B-deild Alþingistíðinda. (4482)

293. mál, áfengislög

Geir H. Haarde:

Herra forseti. Það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að það sé söguleg og lagaleg hefð fyrir því að færa brtt. við einstök atriði í áfengislöggjöfinni til atkvæðis meðal þjóðarinnar.

Ég held að meðan við höfum ekki komið okkur saman um að flytja hin stærri mál til þjóðaratkvæðis sé rangt að byrja á smámáli sem þessu.

Ég tel að þingmenn ættu að manna sig upp í að afgreiða þetta mál sjálfir og vísa ekki frá sér ábyrgðinni á því.

Ég segi nei.