18.04.1988
Sameinað þing: 70. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6519 í B-deild Alþingistíðinda. (4517)

465. mál, flugmálaáætlun 1988--1991

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Við þurfum að ljúka þessum fundi á tilskildum tíma áður en þingflokksfundir hefjast. En hér á eftir fer fram utandagskrárumræða og við þurfum að ætla tíma til hennar. Við höfum ekki nema nokkrar mínútur til þessarar umræðu sem nú stendur yfir. Spurningin er hvort menn vilja fresta umræðu eða freista þess að ljúka henni.