20.04.1988
Efri deild: 78. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6669 í B-deild Alþingistíðinda. (4610)

Frumvarp til áfengislaga

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég er sammála hv. þm. Eiði Guðnasyni. Ég gerði ráð fyrir að þessari umræðu yrði lokið í dag og málinu vísað til nefndar. Ég ætla hins vegar ekki að neinir í þessari hv. deild ætli sér að draga þetta mál á langinn með neinum hætti og síst hæstv. ráðherra. Ég get þess vegna fyrir mína parta fallist á að þetta verði fyrsta mál á dagskrá eftir helgina þegar deildarfundur verði hér haldinn og verði þá afgreitt til nefndar ef forseti æskir þess frekar. Ég hef enga ástæðu til þess að ætla að það muni tefja málið. Það verður áreiðanlega gengið til atkvæða í þessari hv. deild. Ég held að enginn hv. þingdeildarmaður ætli sér að hindra það og fyrir mína parta get ég á það fallist.