20.04.1988
Efri deild: 78. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6670 í B-deild Alþingistíðinda. (4612)

Frumvarp til áfengislaga

Guðmundur Ágústsson:

Frú forseti. Ég vil taka undir það, sem fram kom í máli hv. þm. Eiðs Guðnasonar, að ég tel mjög eðlilegt að þetta mál verði afgreitt til nefndar núna í dag. Þetta mál hefur verið á þinginu síðan í október og hlotið mikla umræðu í Nd. Þar hafa þeir aðilar sem eru í minni hluta kappkostað að tefja afgreiðslu málsins. Mér finnst ekki sæma þessari deild, hv. Ed., að hafa sama uppi á teningnum. Ég vil mælast til þess að eftir að þingflokksfundir eru búnir kl. 6 verði þetta mál tekið á dagskrá og umræðu lokið.