20.04.1988
Neðri deild: 79. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6675 í B-deild Alþingistíðinda. (4627)

271. mál, framhaldsskólar

Forseti (Jón Kristjánsson):

Úrskurður minn byggist á því að sú brtt. sem hér um ræðir hefði þurft að vera við brtt. sem á undan er samþykkt ef hún hefði átt að berast upp sér. Á því byggist að fyrri brtt. ákveður þessa kostnaðarskiptingu og kemur því seinni brtt. ekki til atkvæða. (RA: Forseti. Er ekki afgerandi hvor till. gengur lengra?) (Gripið fram í.) Ég mun nú, af því að ég heyri að um þetta atriði eru skiptar skoðanir og margir kveðja sér hljóðs, mælast til þess að þingmenn hafi biðlund og hér verði gert örstutt hlé í 4 mínútur og ég rannsaki þennan úrskurð nánar og menn ræði ekki um atkvæðagreiðslu fyrr en sá úrskurður hefur verið kveðinn upp. - [Fundarhlé.]