20.04.1988
Neðri deild: 79. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6675 í B-deild Alþingistíðinda. (4628)

271. mál, framhaldsskólar

Forseti (Jón Kristjánsson):

Það ágreiningsmál sem kom upp við atkvæðagreiðslu hefur verið skoðað. Sú hefur orðið niðurstaðan að sú uppröðun sem á brtt. er í dagskrá er samkvæmt hefð og venju í atkvæðagreiðslum í hv. Alþingi, en ég hef ákveðið, af því að það hefur verið óskað sérstaklega eftir því að vilji þingdeildarinnar komi fram um brtt. á þskj. 864 frá Ragnari Arnalds o.fl., að verða við því og greiða atkvæði sérstaklega um þá brtt.