20.04.1988
Neðri deild: 79. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6676 í B-deild Alþingistíðinda. (4632)

271. mál, framhaldsskólar

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Mér líst bara hreint ekkert á ef það er farið að líta á einstaka kafla í frv. og afgreiðslu þeirra sem eitthvað sambærilegt við dagskrártillögur sem sérstök ákvæði í þingsköpum gilda um. Það er bara alveg sérstakur afgreiðslumáti á þingmálum. En það er alveg nýtt að það sé tekið sérstakt knippi af greinum og greinarnar og brtt. afgreiddar í annarri röð en brtt. frá öðrum þingmönnum. Brtt. við eina einustu grein í kaflanum getur gjörbreytt kaflanum þannig að þetta er ekkert algilt. En ég geri ekki annað en að benda á þetta. Það er þá alveg ný meðferð á þingsköpum sem verður viðhöfð ef þetta verður gert svona.