20.04.1988
Neðri deild: 79. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6677 í B-deild Alþingistíðinda. (4638)

271. mál, framhaldsskólar

Þórhildur Þorleifsdóttir:

Virðulegi forseti. Í 8. gr. frv. eins og það er lagt fram er kveðið á um að skólanefnd skuli ásamt skólameistara marka stefnu í skólahaldi og ákveða námsframboð. Tvær ástæður liggja til þess að Kvennalistinn getur ekki með nokkru móti fallist á þetta fyrirkomulag. Hugmyndir okkar um valddreifingu eru ekki af þeim toga að setja pólitískt kjörnar nefndir yfir alla framhaldsskóla til þess m.a. að marka stefnu í skólahaldi. Í öðru lagi eru með þessu fyrirkomulagi fagleg sjónarmið í stefnumörkun skólahalds fyrir borð borin. Brtt. Kvennalistans gengur út á að takmarka völd skólanefndar við fjármál og fjárreiður skólans. Því segi ég já.