20.04.1988
Neðri deild: 79. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6678 í B-deild Alþingistíðinda. (4639)

271. mál, framhaldsskólar

Menntamálaráðherra (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Herra forseti. Í 8. gr. eins og hún hljóðar nú með brtt. frá meiri hl. menntmn. er gert ráð fyrir því að skólanefnd ákveði námsframboð ásamt skólameistara. Ég sé ekkert betra verkefni fyrir skólanefndir en að ákveða námsframboð. Ég tel að fólkið í viðkomandi byggðarlögum eigi að taka þátt í þeirri ákvörðun hvaða nám er í boði í viðkomandi framhaldsskólum. Brtt. Kvennalistans gerir ráð fyrir því að fulltrúar fólksins taki ekki þátt í þeirri ákvörðun. Því segi ég nei.