25.04.1988
Sameinað þing: 71. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6685 í B-deild Alþingistíðinda. (4655)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 25. apríl 1988:

„Árni Gunnarsson, 3. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég get ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Alþfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, Sigbjörn Gunnarsson verslunarmaður, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jón Kristjánsson,

forseti neðri deildar.“

Bréfi þessu fylgir kjörbréf Sigbjarnar Gunnarssonar. Það þarf athugunar við og afgreiðslu hjá kjörbréfanefnd. Þess er því óskað að kjörbréfanefnd taki bréf þetta nú þegar til meðferðar. Á meðan verður fundinum frestað í fimm mínútur. - [Fundarhlé.]