25.04.1988
Sameinað þing: 71. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6696 í B-deild Alþingistíðinda. (4661)

186. mál, fréttaflutningur Ríkisútvarpsins um utanríkismál

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það hafa þegar komið níu hv. þm. á mælendaskrá. Það er því óvarlegt að ætla að það sé víst að við getum lokið þessari umræðu áður en þingflokksfundir hefjast kl. 5. Auk þess þarf fyrir þann tíma að hafa lokið utandagskrárumræðu sem tilkynnt hefur verið. Þess vegna er á það bent að menn skulu vera við því búnir að það verði kvöldfundur í kvöld, ef á þarf að halda til að ljúka þessari umræðu.