26.04.1988
Efri deild: 80. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6791 í B-deild Alþingistíðinda. (4725)

448. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Frsm. félmn. (Guðmundur H. Garðarsson):

Herra forseti. Félmn. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breytingu á l. nr. 60/1984, um Húsnæðisstofnun, og skilar hér nál.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt. Undir það rita Guðmundur H. Garðarsson formaður, Guðrún Agnarsdóttir, Jóhann Einvarðsson, Karl Steinar Guðnason og Valgerður Sverrisdóttir.

Fjarverandi voru hv. þm. Halldór Blöndal og Svavar Gestsson, en hv. þm. Skúli Alexandersson sat fund nefndarinnar og lýsti sig samþykkan þessu.