26.04.1988
Neðri deild: 80. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6830 í B-deild Alþingistíðinda. (4758)

Frumvarp um viðskiptabanka

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Vegna þeirrar tilhögunar sem hér er höfð á við að ræða þetta dagskrármál og þar sem mér skilst að hæstv. forseti hafi frestað umræðunni, en ég er þar á mælendaskrá, vil ég eingöngu láta það koma hér fram til að það liggi fyrir upp á frekari meðferð málsins að um þetta mál er mikill ágreiningur og það verður óhjákvæmilegt að ræða ítarlega þegar það kemur aftur til umræðu. Það er rétt að menn viti af því, úr því að svona fór með umræðuna, að hér er um að ræða mál sem er mikill pólitískur ágreiningur um, a.m.k. af hálfu okkar alþýðubandalagsmanna.