27.04.1988
Neðri deild: 81. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6879 í B-deild Alþingistíðinda. (4812)

301. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Ég tel það ábyrgðarverk að fella það frv. sem hér er með því að greiða atkvæði gegn því. Við vitum öll að það sem vantar strax, ekki einhvern tíma í framtíðinni, eru leiguíbúðir ódýrari en hinn frjálsi markaður getur boðið upp á vegna þess að það ríkir neyðarástand á leiguíbúðamarkaðnum, bæði hvað verð á húsaleigu snertir og eins er skortur á leiguíbúðum. Borgarafl. vill þess vegna alls ekki greiða atkvæði á móti. Hann vill móralskt styðja frv. með því að sitja hjá.