28.04.1988
Sameinað þing: 72. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6897 í B-deild Alþingistíðinda. (4842)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 28. apríl 1988:

„Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstfl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem Ragnhildur Helgadóttir, 3. þm. Reykv., er á förum til útlanda í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér að beiðni hennar með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Jón Kristjánsson,

forseti Nd."

Sólveig Pétursdóttir hefur áður tekið sæti á þessu þingi og er hún boðin velkomin til starfa á ný. Svohljóðandi bréf hefur borist, dags. 27. apríl 1988:

„Friðjón Þórðarson, 2. þm. Vesturl., heflir ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi, Valdimar Indriðason, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jón Kristjánsson,

forseti Nd."

Þessu bréfi fylgir kjörbréf Valdimars Indriðasonar. Það þarf að taka fyrir og er þess óskað að hv. kjörbréfanefnd taki bréfið til meðferðar nú þegar. Á meðan verður fundinum frestað í fimm mínútur. — [Fundarhlé.]