28.04.1988
Sameinað þing: 72. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6909 í B-deild Alþingistíðinda. (4863)

481. mál, mengunarútbúnaður bifreiða

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Ágústsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. viðsk.- og dómsmrh. og hæstv. heilbrmrh. fyrir svörin. Ég fagna því að fyrirhugað er að setja nánari reglur í umferðarlög um mengunarbúnað bifreiða og útblástur frá þeim.

En það kom ekki nógu vel fram í svari hæstv. ráðherra hvort þennan sérstaka mengunarútbúnað, sem ég taldi að fælist í spurningunni, ætti að taka upp. Eins og ég sagði áðan í fyrri ræðu minni eru bifreiðar venjulega framleiddar núna með hreinsiútbúnaði og spurningin laut að því hvort stjórnvöld mundu krefjast þess að þessi hreinsunarútbúnaður fylgdi hverri bifreið.