29.04.1988
Efri deild: 84. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7044 í B-deild Alþingistíðinda. (5008)

Frágangur nefndarálits

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég verð að láta í ljós ánægju mína yfir því öryggi sem er á framkvæmd allra mála á Alþingi þegar sagt er: Svavar Gestsson, formaður félmn., frsm., og síðan bætt við: með fyrirvara, sem sýnir glögglega að þegar menn eru ekki vissir í sinni sök fara þeir gætilega.