29.04.1988
Efri deild: 84. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7045 í B-deild Alþingistíðinda. (5016)

402. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. félmn. (Guðmundur H. Garðarsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 73 frá 1980, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum, ættað frá félmn. Nefndin hefur rætt frv. og mælir með því að það verði samþykkt, en hv. þm. Svavar Gestsson skrifar undir nál. með fyrirvara.

Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Halldór Blöndal, Valgerður Sverrisdóttir og Guðrún Agnarsdóttir, en Júlíus Sólnes sat fund nefndarinnar og er samþykkur áliti hennar.

Undir nál. skrifa Guðmundur H. Garðarsson, formaður, frsm., Svavar Gestsson með fyrirvara, Jóhann Einvarðsson og Karl Steinar Guðnason.