02.05.1988
Neðri deild: 87. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7213 í B-deild Alþingistíðinda. (5262)

446. mál, Listasafn Íslands

Frsm. menntmn. (Guðmundur G. Þórarinsson):

Herra forseti. Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að frv. verði samþykkt með breytingu sem fram kemur á sérstöku þingskjali.

Jákvæðar umsagnir bárust frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Félagi íslenskra safnvarða. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Sólveig Pétursdóttir og Ólafur Þ. Þórðarson.

Undir nál. rita Guðmundur G. Þórarinsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson, Sverrir Hermannsson og Ragnar Arnalds.

Á þskj. 974 leggur menntmn. til að við 2. mgr. 12. gr. frv. bætist: Einnig skal heimilt að lána önnur listaverk til tiltekinna opinberra stofnana sé meiri hluti safnráðs því samþykkur. Nánari ákvæði hér að lútandi skulu sett í reglugerð.

Það var álit nefndarinnar að heldur skuli fara sparlega og varlega með heimildir til slíkra útlána á listaverkum, enda eru í þessari brtt. nokkrar skorður settar eða að meiri hluti safnráðs skuli samþykkur því í hverju tilviki eru lánuð.