02.05.1988
Neðri deild: 87. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7213 í B-deild Alþingistíðinda. (5265)

229. mál, hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

Frsm. heilbr.- og trn. (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti hv. heilbr.- og trn. um 229. mál, hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Nefndin hefur fjallað um frv. og mælir með því að það verði samþykkt óbreytt. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Sólveig Pétursdóttir, Birgir Dýrfjörð og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.