04.05.1988
Efri deild: 88. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7369 í B-deild Alþingistíðinda. (5351)

360. mál, umferðarlög

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég meinti það sem ég sagði. Þetta mál er mjög umdeilt, hefur verið það í mörg ár hér á þinginu. Þingmenn hafa nú unnið vel að þingmálum og ég ítreka að það á að meta það þegar menn hafa staðið vel og málefnalega að málum. Það er alger misskilningur hjá hæstv. forseta ef hann heldur að það mál sem hann ber fyrir brjósti nú taki lengri tíma í Ed. á morgun en virðisaukaskatturinn í Nd. og algerlega út í hött að halda það. Ef svo er að þessi mál, sem hæstv. forseti ber svo fyrir brjósti, eru eins tímafrek og hann virðist halda, að það taki okkur lengri tíma á morgun að afgreiða þau en Nd. virðisaukaskattinn, getum við farið að kalla þetta næturfund því þá sé ég ekki annað en að það verði samfelldir fundir í deildinni.