05.05.1988
Efri deild: 89. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7377 í B-deild Alþingistíðinda. (5367)

431. mál, virðisaukaskattur

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Ég tel mjög varasamt að stíga það skref að leggja skatt á matvæli. Jafnvel þó hann sé lágur til að byrja með kynnu menn að sjá ástæðu til að hækka hann síðar þegar í harðbakka slær. Þess vegna og sérstaklega einnig vegna þess að við í stjórnarandstöðunni getum lítil áhrif haft á þetta mál því miður, þá tel ég ekki verjandi að gera svona tillögu. Ég skil hins vegar þá hugsun sem að baki liggur og e.t.v. má telja að ákveðið raunsæi ráði svona tillöguflutningi. Því tel ég ekki verjandi að fella þessa till., en finnst rétt að sitja hjá og greiði því ekki atkvæði.