05.05.1988
Efri deild: 89. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7378 í B-deild Alþingistíðinda. (5370)

431. mál, virðisaukaskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Með þessu frv. er verið að leggja skatt á brýnustu lífsnauðsynjar almennings, matvörur. Með þessu frv. er gert ráð fyrir víðtækri skattlagningu á menningarstarfsemi. Með þessu frv. er gert ráð fyrir stóraukinni skriffinnsku hins opinbera við hvers konar skattheimtu, sömuleiðis skriffinnsku hjá einstaklingum, sem getur m.a. komið illa við smáfyrirtæki og einyrkja sem stunda atvinnurekstur hér á landi. Þess vegna mótmæli ég þessu frv. og segi nei.