04.05.1988
Neðri deild: 89. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7383 í B-deild Alþingistíðinda. (5387)

449. mál, heimild fyrir Reykjavíkurborg að taka eignarnámi hluta Vatnsenda í Kópavogskaupstað

Frsm. félmn. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá félmn. um frv. til laga um heimild fyrir Reykjavíkurborg til að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað. Þetta mál var lagt fyrir Ed. og kemur þaðan samþykkt eins og það var lagt fram.

Þetta er heimild fyrir borgarstjórn fyrir hönd borgarsjóðs að taka eignarnámi spildu af landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað til almenningsþarfa. Hér er um að ræða samkomulag milli Reykjavíkur og Kópavogskaupstaðar. Félmn. sá engan annmarka á því að samþykkja þetta frv. og leggur einróma til að það verði samþykkt.

Steingrímur J. Sigfússon sat fund nefndarinnar og er samþykkur áliti þessu. Undir þetta álit skrifa allir nefndarmenn í félmn. Nd.