05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7422 í B-deild Alþingistíðinda. (5457)

413. mál, sjónvarp fyrir sjómenn

Fyrirspyrjandi (Ingi Björn Albertsson):

Herra forseti. Ég leyfi mér á þskj. 760, 413. mál Sþ., að leggja fyrir hæstv. menntmrh. fsp. um sjónvarp fyrir sjómenn sem hljóðar svo:

„Hefur ráðherra í hyggju að beita sér fyrir því að sjónvarpsgeislum verði beint á haf út þannig að sjómenn fái notið íslensks sjónvarps? Ef svo er, hvenær verður þeim framkvæmdum lokið?"

Ástæðan fyrir þessari fsp. er augljós. Hér er spurst fyrir um hvort til standi að ráða bót á þeirri þjónustu eða réttindum sem sjómenn eiga fullan rétt á, þ.e. að eiga möguleika á að horfa á íslenskt sjónvarp eftir því sem við verður komið eins og aðrir þegnar þessa lands. Því er ráðherra spurður hver sé raunveruleg staða málsins í dag og hvers megi vænta.