05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7429 í B-deild Alþingistíðinda. (5468)

487. mál, kostnaður vegna auglýsinga

Hreggviður Jónsson:

Hæstv. forseti. Sú auglýsingaherferð sem hæstv. fjmrh. hefur staðið fyrir en dæmigerð fyrir þá stjórnmálaspillingu sem birst hefur með þessum auglýsingum ráðherrans og sýnir tvöfeldni, óréttlæti og óskilvirkni í öllum hans gerðum. Við sem erum í stjórnarandstöðu gerum kröfu um það að ef ríkisstjórnin hverju sinni getur gripið til auglýsinga með þessum hætti njótum við sömu kjara og sömu fjármuna til að geta auglýst okkar stefnu því að við vitum að í þessum auglýsingum var farið rangt með það sem var verið að auglýsa.