05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7431 í B-deild Alþingistíðinda. (5472)

487. mál, kostnaður vegna auglýsinga

Fjármálaráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):

Herra forseti. Vegna ósmekklegra aðdróttana hv. síðasta ræðumanns vil ég aðeins vekja athygli hv. þm. á því að sá aðili sem hér var sneitt að, auglýsingastofa, sem vann að hönnun þessara auglýsinga, hefur þegar svarað þessum aðdróttunum á opinberum vettvangi og upplýst að starf hennar í þágu Alþfl. fyrir kosningar var að langmestu leyti greitt fyrir kosningar og að fullu lokið í júní sl. Ég vil enn fremur vekja athygli á því að hér er um brotabrot að ræða að því er varðar útdeilingu verkefna eða útboð verkefna við auglýsingagerð sem að langmestu leyti hefur verið á vegum annarra auglýsingastofa bæði fyrr og síðar. Þetta eru ósmekklegar aðdróttanir og staðhæfulausar um pólitíska spillingu sem ég vísa til föðurhúsanna og biðst undan að þurfa að hlusta á þessi ósköp.