05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7432 í B-deild Alþingistíðinda. (5477)

485. mál, fiskeldi

Guðmundur G. Þórarinsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins að það komi fram í sambandi við þessa fsp. að það er mjög eindreginn vilji og ósk Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva að fiskeldismálum verði þannig komið fyrir að þau heyri undir sjútvrn. Hvað eftir annað hefur landssambandið ályktað um þessi mál nánast alveg samhljóða. Ég hygg að ríkisstjórnin komist ekki fram hjá því að taka tillit til svo eindreginna óska frá einni atvinnugrein, enda fráleitt að taka ekki tillit til þeirra. Því hygg ég að það sé nauðsynlegt að ríkisstjórnin horfi þegar til þess á hvern hátt þessum málum verði sem fyrst breytt.

Ég vil síðan taka undir að það er þörf á stefnumörkun í málefnum fiskeldisins. Það eru mjög mörg brýn mál sem fyrir liggja og þyrfti að vinna öfluglega að.